Almennar upplýsingar

Innritun er eftir kl 15:00, nema ef um annað er samið.

Útskráning er fyrir kl 11:00, nema ef um annað er samið.

Gleðistund á barnum (Happy hour) er á milli kl 16:00-18:00 alla daga.

Riverside spa er opið frá kl 12:00 – 20:00 alla daga. Nauðsynlegt er að bóka tíma.

Riverside restaurant er opinn frá kl 18:00-22:00. Nauðsynlegt að bóka borð.

Morgunverður er frá kl 07:00-10:00 alla daga, en hann er innifalinn í gistingunni.

Einstaklingur sem bókar herbergi á Hótel Selfossi þarf að vera eldri en 18 ára eða í fylgd með fullorðnum.

Gæludýr eru ekki heimiluð inni á hótelinu.

Morgunverðurinn:

Morgunverðarhlaðborðið á Hótel Selfossi samanstendur af heitum og köldum réttum. Hann hentar grænmetisætum og vegan, einnig eru glútenlausir kostir á boðstólnum. Ef gestir yfirgefa hótelið fyrir morgunverðartímann er möguleiki á að panta nesti til að taka með sér. Vinsamlegast látið gestamóttökuna vita með fyrirvara svo hægt sé að undirbúa það.

Börn

Börn 0-6 ára dvelja ókeypis í herbergi með foreldrum sínum.

Börn 7-12 ára greiða 50% fyrir aukarúm í herbergi með foreldrum.

Aukarúm

Við á Hótel Selfossi bjóðum upp á herbergi með svefnsófa sem er þriðja rúm. Einnig er möguleiki á að setja aukarúm inn í herbergin.

Hlúum að umhverfinu

Hótel Selfoss leggur metnað sinn í að sinna umhverfismálum þar sem allt sem til fellur frá hótelinu er flokkað. Við viljum að „kolefnisfótsporið“ sé sem allra minnst með því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum á hótelinu í lágmarki í okkar starfsemi. Horft er á mikilvægi sjálfbærar þróunar hjá okkur. Með ykkar aðstoð stuðlar þú að því að varðveita íslenska náttúru.

Þín leið til að aðstoða okkur er t.d. ef þú dvelur hjá okkur fleiri en eina nótt þá hefur þú kost á því að afþakka þrif á herberginu en það getur þú gert með því að láta móttökuna vita. Sama skapi ef þér hugnast að nota handklæðið þitt oftar en eitt skipti þá óskum við eftir því að það sé hengt upp svo að þernurnar okkar viti að þú óskar ekki eftir nýjum handklæðum.

Herbergjauppfærsla

Gestir okkar hafa kost á því að uppfæra herbergið sitt gegn gjaldi ef það er framboð á slíku herbergi á hótelinu.

Greiðslur

Hægt er að greiða með millifærslu, á heimasíðunni og með því að hringja í Hótel Selfoss. Ef um er að ræða millifærslu skiptir máli að koma á framfæri dagsetningu bókunar og nafn viðskiptavins. Afrit skal berast inn á info@hotelselfoss.is. Þau kort sem hægt er að nota eru: Visa, MasterCard, Maestro, Discover Card Diners Club, Diners Club, JCB, Discover og Union Pay. Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti.

Greiðslur

Hægt er að greiða með millifærslu, á heimasíðunni og með því að hringja í Hótel Selfoss. Ef um er að ræða millifærslu skiptir máli að koma á framfæri dagsetningu bókunar og nafn viðskiptavinarins. Afrit skal berast inn á info@hotelselfoss.is. Þau kort sem hægt er að nota eru: Visa, MasterCard, Maestro, Discover Card Diners Club, Diners Club, JCB, Discover og Union Pay. Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti.

Við áskiljum okkur rétt til að skuldfæra fyrirfram á greiðslukorti eða senda innheimtuna í banka.

Hótel Selfoss heitir fullum trúnaði um þær upplýsingar sem viðskiptavinurinn veitir hótelinu. Skoða má nánar persónuverndarlögin á heimasíðu hótelsins.

Bendum viðskiptavinum okkar á að fara yfir skilmála afbókana.

Internetið

Hótel Selfoss býður gestum sínum upp á frítt internet, ekkert lykilorð þarf til að komast inn á það.

Bílastæði

Gestir Hótel Selfoss hafa frítt bílastæði á meðan dvöl stendur. Skrá þarf bílnúmer í Parka í móttöku við innritun.

Rafmagnshleðsla

Hótel Selfoss er með aðstöðu til að hlaða tvo rafmagnsbíla á bílastæðinu fyrir utan hótelið.

Farangur

Á Hótel Selfossi er boðið upp á aðstoð með töskur gegn gjaldi. Ef gestir þurfa að geyma farangurinn sinn hjá okkur er það velkomið, leitið aðstoðar í móttökunni.

Reykingar/Rafsígarettur

Reykingar eru bannaðar á hótelinu en gestir hafa kost á því að reykja fyrir utan hótelið, við innganginn. Rafsígarettur eru ekki heimilaðar inn á hótelinu. Ef brot er á þessum reglum verður innheimt 50.000 kr hjá viðkomandi.

Ferð út á flugvöll

Til að komast út á völl er hægt að taka Strætó, leigubíl eða bílaleigubíl. Hafið samand við gestamóttökuna til að fá frekari upplýsingar.

Óskilamunir

Óskilamunir eru geymdir í móttökunni í þrjá mánuði en eftir það áskilur hótelið sér rétt til að koma munum í góðan farveg og er þá horft til endurnýtingar. Vinsamlegast hafið samband við Hótel Selfoss við fyrsta tækifæri. Hótel Selfoss ber enga ábyrgð óskilamunum.

Vafrakaka

Á þessari síðu er notuð vafrakaka til að mæta betur þörfum viðskiptavinarins, til að við getum komið með réttu upplýsingarnar fyrir hann. Vafrakakan skráir litla skrá sem er í tölvu hvers notenda sem ber kennsl á viðkomandi, búsetu, aldur, kyn eða viðskiptasögu. Þarna fer fram greining á heimsóknum á vefsíðu hótelsins, hver heimsækir hana og hvernig við getum aðlagað síðuna betur að þörfum markhóps hótelsins. Við notkun á Google Analytics kemur fram klukkan hvað viðkomandi kom inn á síðuna, dagsetning, leitarorð, hvaða vefsíða var notuð, hvaða vafri var notaður og stýrikerfi. Aldrei koma fram persónuupplýsingar um viðkomandi og upplýsingarnar eyðast þegar viðkomandi fer af heimasíðunni, ekki geymdar til lengri tíma. Þessum upplýsingum er aldrei afhent þriðja aðila. Fullum trúnaði er heitið til viðskiptavina í tengslum við viðskiptin, nema til að senda meðlimum sínum skilaboð sem við kemur viðskipavininum. Viðskiptavinurinn getur ávallt óskað eftir því að láta afskrá sig. Notendur geta stillt inn sinn vafra þannig að þeir fá upplýsingar um vafra kökuna og hafnað henni ef þess er óskað. Einn þáttur í notkun þessa vafra er sá, til að koma í veg fyrir árásir tölvu þrjóta. Hér verður farið eftir íslenskum lögum í hvívetna. Ef viðskiptavinur telur sig eiga kröfu á hendur Hótel Selfossi vegna þessa skilmála skulu þeim vera vísað til íslenskra dómstóla.

Öll viðskipti sem fara fram hjá Hótel Selfossi eru háð þeim upplýsingum sem kemur fram á persónuverndarstefnu hótelsins.

Öryggismál

Áreiðanleiki og öryggisstefna Hótel Selfoss fer eftir lögum nr. 46/1980 um aðstöðu, öryggi, heilbrigði starfsmanna sinna. Öryggishandbók er fyrir gistinguna, veitingastaðinn og baðstofuna sem var gefin út af SAF.

Hótel Selfoss leggur metnað sinn í að sinna umhverfismálum þar sem allt sem til fellur frá hótelinu er flokkað. Við viljum að „kolefnisfótsporið“ sé sem allra minnst með því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum á hótelinu í lágmarki í okkar starfsemi. Horft er á mikilvægi sjálfbærar þróunar hjá okkur. Með ykkar aðstoð stuðlar þú að því að varðveita íslenska náttúru.

Öryggiseftirlit

Á Hótel Selfossi eru eftirlits myndarvélar á opnum rýmum hótelsins. Opin rými eru t.d. móttakan, veitingastaðurinn, gangar hótelsins, baðstofan og veislusalir.

Þjófnaður

Allur þjófnaður er tilkynntur til lögreglu samstundis

Share by: