Hótel Selfoss býður upp á fundar- og veislusali fyrir allt að 450 manns í sæti. Aðstaðan er glæsileg með fyrsta flokks tækjabúnað og hljóðkerfi sem henta fundarhópum af öllum stærðum fyrir ráðstefnur, árshátíðir, veislur og mannfögnuðum af öllum toga.
Fundasalirnir eru staðsettir á annarri hæðinni, aðal salurinn er 300 fermetra og inniheldur stórt svið sem rúmar hljómsveit eða aðrar uppákomur ásamt dansgólfi. Þessi fjölbreytni býður upp á fyrirtaks aðstöðu ekki bara fyrir ráðstefnur heldur einnig fyrir brúðkaup og veislur þar sem tónlist og dans eru í fyrirrúmi.
Starfsfólk hótelsins leggur mikla áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og frábærar samsetningar af veitingum fyrir alla.